Hringt í útlöndum

Símtækin: 
Kannið hvort símtækið virki í því landi sem verið er að fara til. 
Netlyklar: 
Eru opnir fyrir notkun erlendis en ber að varast að fara með þá erlendis  enda er notkun þeirra kostnaðarsöm.
Snjallsímar/
Spjaldtölvur:

Mikilvægt er að gera sér grein fyrir þeirri notkun sem forrit snjallsíma geta staðið fyrir. Ráðlegt er að slökkva á öllu reiki í snjallsímum þegar farið er út.
Frelsi: 
Rauntímarukkun á sér ekki stað í útlöndum og geta því bakreikningar komið eftir á. 
EB: 
Ákveðin hámarksverð hafa verið sett fyrir símtöl, gagnanotkun og sms skilaboð sem send eru i reiki innan aðildarríkja EB.
10.000 kr þak
Við hjálpum þér að varast of háa reikninga erlendis með því að setja 10.000 kr. þak á GPRS reiki innan Evrópu
Talhólf: 
Ráðleggjum við öllum að slökkva á talhólfi þegar farið er til útlanda. 

Lesa má nánar um hvert atriði hér fyrir neðan.


SÍMTÆKI
Til eru mismunandi tíðnir sem símar nota og eru þessar tíðnir mismunandi eftir löndum. Mikilvægt er að sjá hvaða tíðni símtæki notar og hvaða tíðni er í því landi sem á að ferðast til. Hægt er að finna upplýsingar um þetta á vefsíðum, en einnig er hægt að mæta með símtækið í verslun og fá aðstoð við að kanna málið.
Farsímatíðni eftir löndum.
Upplýsingar um símtæki. (oftast er hægt er að sjá tegund símtækis undir batteríi)

NETLYKLAR ERLENDIS
Allar þjónustur í kringum Netlykla Tals eru opnar erlendis og hægt að nota í flestum löndum. Þessi þjónusta er hinsvegar mjög kostnaðarsöm og ekki ráðleg nema fólk geri sér grein fyrir þeim kostnaði. Þessi notkun er aldrei innifalin í áskriftarleiðum sem eru keyptar hjá Tal og reiknast ekki í rauntíma svo háir bakreikningar gætu komið.

STILLINGAR Í SNJALLSÍMA/SPJALDTÖLVUR
Meirihluti seldra símtækja og spjaldtölva í dag bjóða upp á þann möguleika að vafra um á netinu. Þetta er hægt í flestum löndum heimsins, en getur reynst mjög kostnaðarsamt. Það eru þó aukalega mörg forrit sem senda og ná í upplýsingar á netið þó ekki sé verið að fara sérstaklega á netsíður og GPS staðsetning getur einnig spilað hér inn í. Þessi notkun er ekki innifalin í neinum þjónustum hjá Tali en hægt er að setja stillingar tækja þannig að þau taki ekki við gagnamagni og reyna þannig að koma í veg fyrir óþarfa notkun. 
Tal getur ekki ábyrgst notkun erlendis og hvetur fólk til þess að kynna sér bæði tæki sín sem og kostnað erlendis.

Smelltu hér til að sjá leiðbeiningar fyrir helstu stýrikerfi um hvernig loka á fyrir gagnaflutning í farsímann þinn.


FRELSI Í ÚTLÖNDUM

Aðgát skal höfð með inneignir á frelsis númerum erlendis. Þar sem rauntímarukkun á sér aldrei stað úti þá koma reikningar frá erlendum fyrirtækjum til Tals sem síðan rukkar fyrir þá notkun sem á sér stað. Þetta gerir það að verkum að ekki er hægt að treysta á það að inneign einfaldlega klárast og ekki verði greitt fyrir meira en það. 

HÁMARK INNAN LANDA Á EES SVÆÐINU

Verðþök eru eftirfarandi fyrir viðskiptavini á ferð innan landa á EES svæðinu:

Að hringja Að svara Sent SMS Móttaka SMS Gagnamagn
47,55 kr. /mín. 13,87 kr. /mín.

15,87 kr. /mín.

frítt 89,15 kr./MB


10.000 KR. ÞAK Á ERLENDU REIKI

Að fara á netið erlendis getur verið mjög dýrt. Til þess að reyna að koma í veg fyrir háa bakreikninga sem geta myndast á ferðalögum þá lokum við fyrir GPRS reiki ef kostnaður á gagnamagni er farinn í 10.000 kr innan Evrópu (EU og EES landa). Með þessu reynum við að tryggja öryggi viðskiptavina okkar á ferðum erlendis. SMS aðvörun er send þegar 80% og þegar hámarki af þaki er náð. Þá er hægt að senda SMS með textaum „NIDURHAL“ án gæsalappa í 1817 til þess að bæta 10.000 kr. við þak.

Athugið: Erlendir samstarfsaðilar geta skilað gjaldfærslugögnum mjög seint til Tals og því er erfitt að fylgjast með notkun í örfáum tilfellum, á þetta sérstaklega við um aðila utan Evrópu. Aðgát skal alltaf höfð þegar um erlent reiki er að ræða.

TALHÓLF
Athugið að það getur verið mjög kostnaðarsamt að hafa virkt talhólf erlendis. Láttu óvirkja talhólfið þitt á meðan þú ert erlendis með því að hafa samband við þjónustuver okkar í 1817. Þú getur einnig óvirkjað talhólfið þitt í símanum þínum. Kynntu þér fleiri upplýsingar um Tal erlendis.

Svæði 1 Verð kr./mín
Til Íslands og innan svæðis   47,55 kr.
Til annarra landa   212,32 kr.
Móttekin símtöl   13,87 kr.
SMS   15,87 kr.
GPRS   89,15 kr. MB
Svæði 2 Verð kr./mín
Til Íslands og innan svæðis 192,67 kr.
Til annarra landa 251,61 kr.
Móttekin símtöl   74,79 kr.
SMS   94,44 kr.
GPRS 2.045,66 kr. MB
Svæði 3 Verð kr./mín
Til Íslands og innan svæðis 330,20 kr.
Til annarra landa 389,31 kr.
Móttekin símtöl   74,79 kr.
SMS   94,44 kr.
GPRS   2.690 kr. MB
Svæði 4 Verð kr./mín
Til Íslands og innan svæðis 369,49 kr.
Til annarra landa 410,77 kr.
Móttekin símtöl*   94,44 kr.*
SMS   94,44 kr.
GPRS   2.690 kr. MB
Svæði 5 Verð kr./mín
Til Íslands og innan svæðis 605,42 kr.
Til annarra landa 664,36 kr.
Móttekin símtöl 114,08 kr.
SMS   94,44 kr.
GPRS   2.690 kr. MB

*Mótekin símtöl í Bandaríkjunum og Kanada eru 370kr./mín

Skoða svæði
Reikisamningar fyrir ný SIM kort
Hér getur þú séð lista yfir lönd þar sem Tal bíður upp á reikiþjónustu ef þú hefur nýlega skipt um SIM kort eða eftir 1. október 2010.
Hringt til útlanda


Hringt í... ...heimasíma  ...GSM síma
Svæði 1 - mínútuverð 32.8 kr.   54.6 kr.
Svæði 2 - mínútuverð 53.6 kr.   75.5 kr. 
Svæði 3 - mínútuverð 64.6 kr.   83.2 kr. 
Svæði 4 - mínútuverð 75.5 kr.   93.6 kr. 
Svæði 5 - mínútuverð 86.4 kr. 104.2 kr. 
     
Upphafsgjald   7.8 kr.     7.8 kr.
SMS    15 kr.      15 kr.
MMS    15 kr.      15 kr.


Skoða svæði
Mitt GSM


Gleymt lykilorð

Fylla Frelsi


Áfram

Tal | Grímsbæ og Glerártorgi Akureyri | Skiptiborð 445 1600 | Faxnúmer 445 1601 | Þjónustuver 1817 | tal@tal.is