ANDROID FORRIT

Ef þú varst að versla þér nýjan Android síma eða vilt kynna þér vinsælustu
forritin og leikina þá ertu á réttum stað.
Athugið að mörg þessara forrita og leikja eru einnig til fyrir iOS.

 
   
   
 
 
BARCODE SCANNER
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI


Skannaðu strikamerki á geisladiskum, bókum eða öðrum vörum og láttu Android símann þinn finna upplýsingar um vöruna á netinu. Þú getur fundið gagnrýni um vöruna, verð á helstu vefverslunum eða stakar greinar sem að fjalla um vöruna eða eitthvað henni tengt.
Þú getur líka notað forritið til að skanna svokallaða QR kóða.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Barcode Scanner.

qrcode


 
 
 
INSTAGRAM
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI


Myndavéla forrit sem gerir þér kleift að ná augnablikinu á mynd,
síðan getur þú sett skemmtilega litasíu á myndina og svo deilt henni
með öðrum notendum Instagram eða Facebook.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Instagram.

qrcode


 


 
SCANDINAVIAN KEYBOARD
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Lítið sem að hægt er að segja um þetta forrit annað en að þetta er íslenskt lyklaborð fyrir Android síma. Allir séríslenskir stafir fylgja lyklaborðinu og svo er hægt að sækja viðbót fyrir það sem er íslensk orðabók. Orðabókin leiðréttir þig þegar þú ert að slá inn setningar og flýtir fyrir þér með tillögum að orðum sem að þú ert að byrja að slá inn. Viðbótina má finna í Play Store og heitir Icelandic dictionary.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Scandinavian Keyboard.
 


qrcode

 

 
TEMPLE RUN
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Gríðarlega vinsæll leikur sem snýst um að stjórna manni sem stal forngrip úr musteri.
Maðurinn þarf að komast yfir allskonar hindranir og safna gullpeningum á hlaupunum undan reiðum öpum.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Temple Run.
 


qrcode

 

 
3G WATCH DOG
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Þetta forrit heldur utan um gagnamagnið sem að þú ert að nota í gegnum 3G á farsímanum þínum. Þú getur gefið þér ákveðin skilyrði fyrir því hversu mikið gagnamagn þú leyfir þér á dag, viku eða mánuði. Forritið gefur þér áætlun um hversu mikið gagnamagn þú munt verða búinn með í lok tímabils út frá meðalnotkun þinni dag frá degi.

Það besta við 3G Watchdog er að forritið sýnir þér myndrænt hvað það er sem að eykur niðurhal þitt í gegnum 3G. Að horfa á nokkur Youtube myndskeið, streyma tónlist af netinu og að sækja forrit frá Android Play Store í gegnum 3G getur aukið niðurhal þitt mjög hratt. En með 3G Watchdog áttu auðveldara með að sjá hvernig notkun þín hefur áhrif á niðurhal og því áttu auðveldara með að breyta notkunnarmynstrinu og lækkað kostnaðinn. Forritið lætur þig einnig vita þegar að þú ert að verða búinn með gagnamagnið sem þú settir þér fyrir ákveðið tímabil.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér 3G Watchdog.
 


qrcode

 

 
SOCCER SCORES
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Fylgistu fótbolta? Með þessu forriti geturðu fylgst með stöðunni í öllum knattspyrnudeildum heims. Forritið birtir þér stöðu deilda, leikja og efstu markaskorara auk þess sem að þú getur fylgst með leikjum sem eru í gangi hverju sinni. Þú getur skoðað fréttir úr deildunum sem þú fylgist með, séð yfirlit yfir næstu leiki í deildunum og fleira. Veldu þitt lið og forritið lætur þig vita af öllu sem tengist því.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Soccer Scores.
 


qrcode

 

 
YOUR GOLF
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Fyrir alla golfara. Með þessu forriti geturðu sótt yfirlit af 28.000 golfvöllum í heiminum og sá grunnur fer ört stækkandi. Skráðu höggin þín, hvaða kylfu þú notar og hvar boltinn lendir. Forritið tengist GPS tækninni í Android símanum og gefur þér yfirlitsmynd af brautinni, fjarlægð frá flötinni og heldur sögu yfir hvernig þú leystir síðast úr hlutunum. Með GPS tækninni geturðu beðið forritið að finna fyrir þig golfvöll í næsta nágrenni við staðsetningu þína. Þú getur svo reiknað út forgjöfina þína eftir hringinn, deilt honum með vinum þínum og vistað hann á símann.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Your Golf.
 


qrcode

 

 
ENDOMONDO
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Stundarðu hlaup, göngu, skíði eða aðrar íþróttir þar sem þú ferðast ákveðna vegalengd? Endomondo gerir upplifun þína enn meira spennandi. Á www.endomondo.com geturðu skráð og fylgst með öllum þínum íþróttaiðkunum. Þar geturðu fundið fólk sem að hefur sömu áhugamál, fengið innblástur frá þeim og fylgst með þeirra íþróttaiðkunum, jafnvel á meðan að á þeim stendur. Hvort sem að þú vilt fylgjast með og skrásetja eigin árangur hverju sinni eða staðsetja þig meðal stærri hópa þá er Endomondo nýi íþróttafélagi þinn.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Endomondo.
 


qrcode

 

 
GOOGLE SKY MAP
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Þetta forrit lætur drauma stjörnuáhugamannsins rætast. Forritið notar gögn frá Google Sky og GPS tækninni í Android símanum þínum, forritið umbreytir skjánum á símanum í glugga inn til himnanna. Ef þú beinir símanum til himins og færir hann til færðu rauntíma upplýsingar um stjörnur, plánetur og stjörnumerki sem símanum er beint í áttina að. Þú getur líka rennt fingrinum yfir skjáinn og skoðað þannig himingeiminn að vild.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Google Sky Map.
 


qrcode

 
 
 
KNÖTTUR
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Knöttur er snjallsímaforrit sem gerir knattspyrnuáhugamönnum kleift að fylgjast með öllu því sem skiptir máli í íslenskri knattspyrnu í símanum sínum. Í forritinu má finna allt um úrvalsdeild karla og kvenna, allt um 1. og 2. deild karla ásamt öllum úrslitum.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Knött.
 


qrcode

 
 
 
GOOGLE TRANSLATE
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Notaðu Google í Android símanum þínum með þessu forriti til að þýða texta á yfir 50 tungumál. Þú getur slegið inn texta eða lesið inn texta og fengið hann þýddan á því tungumáli sem að þig vantar að þýða yfir á hverju sinni. Snilldar forrit til að grípa í erlendis og slá um sig með fleigum setningum á tungumáli heimamanna. Athugið að gagnatengingar erlendis geta verið kostnaðarsamar.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Google Translate.
 


qrcode

 
 
 
VEÐRIÐ
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Veðrið birtir upplýsingar um íslenskt veður á því formi sem flestir þekkja, veðurskiltum Vegagerðarinnar. Þar að auki bíður græjan upp á greiðan aðgang að nánari upplýsingum um vind, vindhviður, hita, veghita og daggarmark ásamt upplýsingum um umferð.

Upplýsingar eru sóttar úr 234 veðurstöðvum og gögnum frá 12 aðilum.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Veðrið.
 


qrcode

 
 
 
EVERNOTE
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Ef þú sérð eitthvað, heyrir eitthvað eða dettur eitthvað í hug þá getur Evernote hjálpað þér að muna það. Taktu upp hljóðskrá, taktu mynd, skrifaðu hjá þér punkta eða taktu afrit af tölvuskjánum hjá þér. Evernote geymir allar þínar hugmyndir, hugsanir og punkta sem að annars færu á gulan miða og gætu týnst. Allt sem þú vistar er flokkað og gert aðgengilegt fyrir þig svo það sé auðvelt að finna aftur.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Evernote.
 


qrcode

 
 
 
DROPBOX
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Með Dropbox getur þú nálgast gögn úr tölvunni í farsímanum.
Setja þarf upp Dropbox fyrst í PC eða Mac tölvu (dropbox.com),
svo þarf að færa skjölin yfir í Dropbox möppuna og fljótlega verða þau skjöl svo sýnileg í Dropbox forritinu í símanum þínum.
Með þessu er einnig komið öryggisafrit af skjölunum og þau geymd í „skýi“.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Dropbox.
 


qrcode

 
 
 
JEWELS
MEÐ 3G ANDROID TÆKINU ÞÍNU FRÁ TALI

Einfaldur en mjög vel gerður leikur þar sem að þú raðar saman þremur samstæðum gimsteinum, klassík. Varúð leikurinn er mjög ávanabindandi og þú getur keppt við stigamet spilara allstaðar að úr heiminum.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Jewels.
 


qrcode

 
 
 
TALKING TOM CAT 2
MEÐ 3G ANDROID FARSÍMA FRÁ TALI

Köttur sem talar? Talking Tom endurtekur allt sem þú segir með skrækri röddu. Þú getur klappað honum, potað í hann, kýlt hann, gefið honum mjólk að drekka, þú getur meira að segja tosað í skottið á honum. Skemmtu þér með Talking Tom sem að slær í gegn í öllum partýum. Börn á öllum aldri elska Talking Tom. Svo geturðu líka tekið upp það sem þú lætur Tom endurtaka og sett inn á Facebook og Youtube.

Farðu í Play Store á Android tækinu þínu frá Tali og sæktu þér Talking Tom Cat.
 


qrcode

 
Mitt GSM


Gleymt lykilorð

Fylla Frelsi


Áfram

Tal | Grímsbæ og Glerártorgi Akureyri | Skiptiborð 445 1600 | Faxnúmer 445 1601 | Þjónustuver 1817 | tal@tal.is