Skilmálar fyrir Fjarskiptaþjónustu hjá Tali
Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla fjarskiptaþjónustu sem að Tal, skráð IP fjarskipti ehf., kt: 681201 2890  veitir nema ef að sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Tal áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum, þjónustum og verðum, breytingar eru kynntar á vefsíðu Tals www.tal.is með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en breytingarnar taka gildi. Sá sem að óskar eftir fjarskiptaþjónustu Tals., Viðskiptavinur, skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings um fjarskiptaþjónustu til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem að Tal setur á þjónustur sínar. Ef Tal hefur ekki gert athugasemdir við samninginn innan tveggja vikna frá því að aðgangur að þjónustu var veittur, er kominn á bindandi þjónustusamningur.

Almennir skilmálar heimasíma

1. gr.      Samningurinn
Þessir skilmálar gilda milli rétthafa símanúmers og Tals. Rétthafi skuldbindur sig til að hlíta þeim almennu kjörum og skilmálum sem Tal setur um notkun þjónustunnar. Ef Tal hefur ekki gert athugasemdir við samninginn innan tveggja vikna frá því að aðgangur að þjónustunni hefur verið veittur er kominn á bindandi þjónustusamningur. Tal mun tilkynna með hæfilegum fyrirvara um breytingar á skilmálum og þjónustuþáttum.    

2. gr.      Afgreiðslutími
Venjulegur afgreiðslutími skráningar í heimasíma er 3 - 8 virkir dagar

3. gr.      Læsingar
Viðskiptavinur þarf að óska sérstaklega eftir læsingum og öðrum aukaþjónustum sem í boði eru.

4. gr.      Ábyrgð     
Tal ábyrgist ekki þótt samband rofni um stund. Tal mun ávallt leitast við að halda gæðum þjónustunnar. Verði óþarfa dráttur af hálfu Tals á viðgerð getur rétthafi krafist endurgreiðslu á mánaðargjaldi í hlutfalli við þann tíma sem samband er rofið. Samkvæmt framansögðu getur rétthafi hins vegar ekki krafið Tal um bætur vegna tjóns, beint eða óbeint vegna línubilana, bilana í stöðvum eða annarra truflana sem kunna að verða á rekstri, sbr. ákvæði fjarskiptalaga um ábyrgðartakmarkanir. Kvartanir getur rétthafi sent þjónustuveri Tals og eftir atvikum leitað til Póst og fjarskiptastofnunar.

5. gr.      Misnotkun     
Ef í ljós kemur að notkun felur í sér misnotkun á búnaði eða þjónustu Tals getur félagið neyðst til að synja rétthafa um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar.

6. gr.      Uppsögn    
Báðir aðilar geta sagt upp þjónustusamningi með minnst eins mánaðar fyrirvara nema þar sem sérákvæði gilda, og skal uppsögnin vera skrifleg. Uppsögn miðast við upphaf nýs reikningstímabils, þann 1. hvers mánaðar.

7. gr.      Vanskil
Tal áskilur sér rétt til að segja upp þjónustu/símanúmeri viðskiptavinar séu vanskil komin 60 daga framyfir eindaga.  Sú aðgerð telst riftun á samningi og felur í sér riftunargjald þar sem það á við og er riftunargjald s.kv. gjaldskrá Tals hverju sinni, sem má nálgast á www.tal.is.

8.  gr.       Meðferð gagna
Rétthafi heimilar Tali að vinna úr gögnum um fjarskiptanotkun rétthafa í því skyni að bjóða rétthafa nýjar áskriftarleiðir, þjónustu eða önnur tilboð til hagsbóta fyrir rétthafa.

9. gr.      Flutningur á fjarskiptaþjónustu    
Undirrituð/undirritaður veitir hér með Tali umboð til að segja upp heimasímaþjónustu og internetþjónustu hjá öðrum fjarskiptafyrirtækjum sem eru Nova, Alterna, Síminn og Vodafone, ef að um aðra þjónustuveitu ræðir er það á ábyrgð viðskiptavinar að segja upp fyrri þjónustu.  

Skilmálar fyrir Núll kr. mínútan í heimasíma

1. gr.      Gildissvið
Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Tals í áskriftarleiðinni Núll kr. mínútan í alla heimasíma óháð kerfi. Almennir skilmálar Tals um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.

2. gr.      Innifalin notkun og afsláttarkjör í Núll kr. mínútan í alla heimasíma
Viðskiptavin er heimilt að hringja allt að 1200 mínútur í alla íslenska heimasíma á 0 kr. mínútuna óháð kerfi, upphafsgjald er tekið af öllum símtölum samkvæmt verðskrá. Eftir það tekur venjuleg verðskrá heimasíma við.

Ofangreind afsláttarkjör má nýta þegar hringt er í heimasíma á Íslandi.  Viðskiptavinur greiðir sama mínútuverð vegna allra símtala sem framkvæmd eru í íslensk farsímanúmer, að þjónustusímanúmerum undanskildum. Fyrir símtöl í önnur  símanúmer greiðir viðskiptavinur í samræmi við verðskrá Tals. Slík símanúmer eru m.a. eftirtalin: símanúmer Já 118, 1818, 1811, 1444, símanúmer sem hefjast á 800, 900, auk annarra þjónustunúmera, farsímanúmer sem hefjast á 09, IMS-númer, auk allra gervihnattasímtala.

3. gr.      Skráning
Breyting á áskriftarleiðum verður 1. næsta mánaðar. Aðeins er unnt að breyta um áskriftarleið einu sinni í hverjum mánuði.

Mitt GSM


Gleymt lykilorð

Fylla Frelsi


Áfram

Tal | Grímsbæ og Glerártorgi Akureyri | Skiptiborð 445 1600 | Faxnúmer 445 1601 | Þjónustuver 1817 | tal@tal.is