Skilmálar fyrir Fjarskiptaþjónustu hjá Tali
Eftirfarandi skilmálar gilda fyrir alla fjarskiptaþjónustu sem að Tal, skráð IP fjarskipti ehf., kt: 681201 2890  veitir nema ef að sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Tal áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum, þjónustum og verðum, breytingar eru kynntar á vefsíðu Tals www.tal.is með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en breytingarnar taka gildi. Sá sem að óskar eftir fjarskiptaþjónustu Tals., Viðskiptavinur, skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings um fjarskiptaþjónustu til að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem að Tal setur á þjónustur sínar. Ef Tal hefur ekki gert athugasemdir við samninginn innan tveggja vikna frá því að aðgangur að þjónustu var veittur, er kominn á bindandi þjónustusamningur.

Internet þjónusta

1. gr.       Internet
Skilmálar þessir gilda um ADSL, ljósleiðara, 3G, Lúxusnet og aðra internetþjónustu Tals skráð IP fjarskipti ehf., kt: 681201 2890  og er bæði viðskiptavinum að þjónustunni og öðrum notendum hennar skylt að hlíta þeim. Að öðru leyti gilda almennir skilmálar Tals um fjarskiptaþjónustu sem aðgengilegir eru á vefsíðunni www.tali.is og í verslunum Tals.

2. gr.       Internet
Skilmálar þessir miðast ávallt við 6 mánaða binditíma nema annað sé tekið fram. Segi viðskiptavinur upp samningi fyrir þann tíma ber honum að greiða riftunargjald skv. gildandi verðskrá Tals hverju sinni. Þegar viðskiptavinur sem þegar er með samning um Ljósnet eða ADSL hjá Tali bætir við sig aðgangi að Lúxusneti miðast binditíminn við þann tíma þegar gildandi Ljósnets/ADSL samningur tók gildi.

3. gr.      Internet
Tal áskilur sér rétt til að veita þjónustuna yfir eigin kerfi eða önnur kerfi sem Tal hefur aðgang að hverju sinni samkvæmt sérstökum samningum þar um. Tal getur hvenær sem er fært þjónustu áskrifanda yfir á eigið kerfi af kerfi annara rekstraraðila. 

4. gr.      Internet
Tal lætur viðskiptavini í té aðgang að Internet- og tölvupóstþjónustu sinni og er það með öllu óheimilt að afhenda lykilorð sitt öðrum aðilum. Viðskiptavinur skráður fyrir þjónustunni ber ábyrgð á allri notkun henni tengdri. Viðskiptavinum Tals er með öllu óheimilt að nota aðgang sinn til að komast yfir upplýsingar um aðra notendur á nettengingu Tals, aðrar en þær sem veittar eru í opnum gagnagrunnum á Internetinu. 

5. gr.      Internet
Tal ber ekki ábyrgð á tjóni sem kann að skapast vegna notkunar á tengingu við Internetið eða sambandsleysis við það. Viðskiptavinur ber sjálfur ábyrgð á afritatöku af þeim gögnum sem geymd eru á heimasvæði hans. Tal ber ekki ábyrgð á tjóni sem þriðji aðili kann að valda. Á Lúxusneti Tals er netsía sem lokar fyrir heimasíður sem taldar eru getað valdið tjóni hjá viðskiptavinum, s.s. þar sem talin er hætta á vírusum, greiðslukortamisnotkun eða misnotkun persónuupplýsinga. Tal getur þó ekki ábyrgst að það takist að loka fyrir allar slíkar síður. Netnotkun er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar.

6. gr.      Internet
Öll uppsetning á hugbúnaði er á ábyrgð viðskiptavinar. Tal ber ekki ábyrgð á tjóni viðskiptavinar eða þriðja aðila sem hlotist getur af uppsetningu eða notkun.

7. gr.      Internet
Tal ber ekki ábyrgð á hraða eða þjónustu sem fer í gegnum net þriðja aðila. Jafnframt ber Tal enga ábyrgð á skerðingu á hraða eða truflunum sem kunna að verða vegna ófullnægjandi gæða innanhúslagna, ljósleiðara eða vegna galla á heimtaug.

8. gr.      Internet
Tal mun ávallt reyna að tryggja sem mestan auglýstan hraða tengingar, en við mikið álag á kerfum getur Tal ekki ábyrgst hámarkshraða á sameiginlegum kerfum.  

9. gr.      Internet
Viðskiptavini er óheimilt að trufla, skerða eða á nokkurn hátt hafa áhrif á notkun annarra viðskiptavina. Eftirfarandi atriði falla undir það að geta haft áhrif á eða skert þjónustu til annarra viðskiptavina. Ef erlent gagnamagn fer yfir umsamið gagnamagn í þjónustusamningi, áskilur Tal sér rétt til að synja viðskiptavini um þjónustu um stundarsakir eða til frambúðar eða grípa til annarra ráðstafana til að draga úr notkun viðskiptavinar.

10. gr.    Internet
Viðskiptavin er óheimilt að hýsa efni sem brýtur í bága við íslensk lög á heimasvæði sínu eða láta slíkt efni liggja á lausu á vefsvæðum. Viðskiptavinir skulu virða almennar umgengnisreglur sem settar eru á Internetinu. Með internetþjónustu Tals getur viðskiptavinur fengið aðgang að erlendum efnisveitum og heimasíðum. Notkun á erlendum efnisveitum og heimasíðum er alltaf á ábyrgð viðskiptavinar og viðskiptavinurinn semur við erlendu efnisveituna og greiðir fyrir áskrift sína beint til hennar. Tal selur ekki slíkar áskriftir og eru þær Tali óviðkomandi.

11. gr.    Internet
Viðskiptavinur fær afnot af endabúnaði frá Tali, gegn tryggingargjaldi. Viðskiptavinur skuldbindur sig til þess að leyfa ekki öðrum að nota búnaðinn með því að selja, leigja, gefa eða láta hann með öðrum hætti af hendi. Eyðileggist eða glatist endabúnaðurinn ber viðskiptavini að greiða fyrir hann samkvæmt gildandi gjaldskrá Tals hverju sinni. Segi annar aðilinn upp áskrift, ber viðskiptavini að skila endabúnaði innan 5 virkra daga. Geri hann það ekki hefur Tal heimild til að skuldfæra andvirði hans samkvæmt gildandi gjaldskrá Tals hverju sinni.

12. gr.    Internet
Uppsögn á þjónustu skal berast skriflega og miðast ávallt við 1. dag næsta mánaðar. Uppsögn tekur ekki gildi fyrr en endabúnaði hefur verið skilað og áskilur Tal sér rétt til að halda áfram gjaldtöku fyrir þjónustuna fram að þeim tíma.

13. gr.    Internet
Brot á þessum skilmálum geta valdið tafarlausri lokun á þjónustu.

14. gr.    Internet
Tal áskilur sér rétt til að segja upp þjónustu/símanúmeri viðskiptavinar séu vanskil komin 60 daga framyfir eindaga.  Sú aðgerð telst riftun á samningi og felur í sér riftunargjald þar sem það á við og er riftunargjald s.kv. gjaldskrá Tals hverju sinni, sem má nálgast á www.tal.is.

 15. gr. Internet
Fari erlent niðurhal viðskiptavinar umfram það sem er innifalið í áskriftarleið hans áskilur Tal sér rétt til þess að auka við innifalið gagnamagn um 10GB gegn gjaldi allt að þrisvar sinnum. Gjald vegna umframmagns er tilgreint í gildandi verðskrá hverju sinni.

Ef viðskiptavinur fullnýtir gagnamagn innifalið í þjónustuleið sinni + 30GB sjálfkrafa aukaniðurhal innan sama mánaðar, áskilur Tal sér rétt til þess að minnka hraða nettengingar hans til útlanda til næstu mánaðamóta. Tal mun upplýsa þá viðskiptavini sem þetta á við um með tölvupósti og/eða með SMS hafi viðskiptavinur óskað eftir því.Mitt GSM


Gleymt lykilorð

Fylla Frelsi


Áfram

Tal | Grímsbæ og Glerártorgi Akureyri | Skiptiborð 445 1600 | Faxnúmer 445 1601 | Þjónustuver 1817 | tal@tal.is