Gott samband

Markmið okkar er að gera gott samband betra.

Markmið Tals er að viðskiptavinir borgi minna fyrir síma, net og sjónvarpsþjónustu.

Hvernig förum við að því?

Við erum öðruvísi: Tal leigir afnot af bestu kerfum stóru símafyrirtækjanna og selur áfram til viðskiptavina sinna á lægra verði en stóru fyrirtækin bjóða. Þetta getum við vegna þess að við eyðum litlu í auglýsingar, erum með minni yfirbyggingu og lægri rekstrarkostnað.

Hvernig tölum við saman?

Við leysum úr bilunum og almennum fyrirspurnum í þjónustuverinu. Ef sími, net eða sjónvarpsþjónusta virka ekki færðu beint samband við starfsmann í síma 1817.

Þjónustufulltrúar Tals einbeita sér að því að laga allar bilanir hratt og vel. Þannig færð þú hraða þjónustu þegar mikið liggur við. Þjónustuviðmið Tals miðast við að viðskiptavinum sé svarað hratt og vel. Kappkostað er við að hafa þennan tíma sem lægstan hverju sinni. Við styðjum líka viðskiptavini í að gera eitthvað annað en að bíða í síma eftir að ná sambandi við okkur. Við erum mjög rafræn og svörum tölvupóst alla virka daga frá 9-17 og erum  afgreiðslutíma á netsamtal frá 10-17 alla virka daga á www.tal.is.

Ef þú vilt koma í viðskipti til Tals getur þú haft samband við söluráðgjafa af tal.is eða með pósti á sala(hjá)tal.is og þar færð þú ráðleggingar um hvaða þjónustuleið hentar þinni notkun sem og möguleika þína til að spara í útgjöldum vegna fjarskiptaþjónustu.

Ef þú vilt hitta okkur persónulega og ræða málin tökum við glöð á móti þér í verslunum okkar í Grímsbæ og á Glerártorgi á Akureyri. Þar og í vefverslun okkar á www.tal.is getur þú líka skoðað úrval símtækja í boði.HAGNÝTAR UPPLÝSINGAR

Nafn IP Fjarskipti ehf
Kennitala 681201-2890
Skrifstofur Efstalandi 26
Póstnúmer 108 Reykjavík
Virðisaukaskattsnúmer 83163
Opinber skráning Firmaskrá
Mitt GSM


Gleymt lykilorð

Fylla Frelsi


Áfram

Tal | Grímsbæ og Glerártorgi Akureyri | Skiptiborð 445 1600 | Faxnúmer 445 1601 | Þjónustuver 1817 | tal@tal.is