Fréttir
Endalaust Tal og flytjum verslun í Grímsbæ - Tuesday, April 01, 2014

Endalaust Tal 
Nú bjóðum við viðskiptavinum upp á nýja farsímaleið sem hentar sérstaklega vel fyrir þá sem tala mikið eða eru duglegir að senda sms. Fyrir 5.590 kr. á mánuði geta einstaklingar talað og sent sms endalaust ásamt því að fá 250 mb. gagnamagn til að fara á netið í símanum. Einnig er í boði fjölskylduáskrift og þá geta fjölskyldumeðlimir talað og sent sms endalaust á aðeins 2.980 kr. á mánuði og fá þar að auki 250 mb gagnamagn til að fara á netið í símanum.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér 

Erum að opna verslun í Grímsbæ við Bústaðaveg 
Erum nú að leggja lokahönd á að flytja verslun Tals í Smáralind í verslunarkjarnann Grímsbæ við Bústaðaveg þar sem einnig eru höfuðstöðvar Tals. Af þessum sökum verður verslun í Smáralind lokuð frá og með 1. apríl (í dag). Allir núverandi og væntanlegir viðskiptavinir Tals eru því velkomnir til okkar í Grímsbæinn þar sem lögð er áhersla á góða og persónulega þjónustu. 

Afgreiðslutími í verslun:
Mán – fös:    10-18
Lau:             11-17
Sun:             Lokað

Afgreiðslutími í þjónustuveri 1817: 
Virkir dagar:    9-21
Helgar:           12-17

 
Breytt verð í Já 118 - Tuesday, April 01, 2014

Verðbreytingar hjá Tali vegna breytinga á verðskrá Já 118 í þjónustunúmer 118.

Breytingar taka gildi 1. maí 2014.

                                                                  Fyrir                           Eftir

Upphafsgjald í 118                                    99 kr.                   116,5 kr.

Mínútugjald í 118                                      103 kr.                 116,5 kr.

Áframtenging                                            46 kr.                          0 kr.

 
Þjónustu- og verðbreytingar 1. febrúar - Wednesday, January 01, 2014

Kæri Talvinur!

Lúxusnet Tals hefur fengið mjög góðar viðtökur frá því að það var kynnt til leiks í lok október síðastliðins. Eru viðskiptavinir sérstaklega ánægðir með að vefsíðurnar Netflix og Hulu séu aðgengilegar í gegnum lúxusnet Tals án sérstakra stillinga. Eins og flestir vita bjóða þær upp á hafsjó af afþreyingu fyrir alla aldurshópa.

Það er líka vinsælt að kaupa Apple TV til að fá sem mest út úr sjónvarpsáhorfinu. Viðskiptavinir Tals fá Apple TV á frábærum kjörum: Aðeins 17.175 kr. með afslætti.

Hefur þú ekki enn kynnt þér Lúxusnetið? Smelltu þá hér.

 

Breytingar á þjónustu og verði

Tal hefur ákveðið að breyta verðskrá og hvetjum við viðskiptavini til að kynna sér verðbreytingarnar vel hér sem og að hafa samband við okkur í síma 1817 ef einhverjar spurningar vakna.

Helstu breytingar snúa að neti og munu netpakkar bæði hækka og lækka í verði. Áhrif verðbreytinga á meðalreikning heimilis með net og heimasíma verða frá -2% til allt að 4,7% eða allt eftir því í hvernig leiðum viðskiptavinir eru.

Þessar breytingar taka gildi 1. febrúar 2014. Við hvetjum þig til að fá nákvæma lýsingu á breytingunum með því að smella hér.

 
Allir öryggisþættir yfirfarnir - Sunday, December 01, 2013

Vegna fordæmalausrar árásar sem tölvuþrjótur gerði á fjarskiptakerfi Vodafone vill Tal taka eftirfarandi fram til að upplýsa sína viðskiptavini.

Tal bíður sínum viðskiptavinum ekki upp á sendingar á SMS-um á vef sínum tal.is og að sama skapi vistar fyrirtækið ekki innihald SMS skilaboða í sínum kerfum.

Tal lítur þessa netárás mjög alvarlegum augum og eftir ítarlega athugun er ekkert sem bendir til þess að fjarskiptakerfi Tals hafi orðið fyrir árás. Kerfi Tals er að stærstum hluta vistað hjá Símanum.

Kveðja 
Starfsfólk Tals

 
Verslanir Tals - Tuesday, October 22, 2013
Nú hefur verslun Tals í Kringlunni verið lokað og bíðum við spennt eftir því að opna nýja og glæsilega verslun innan tíðar. 

Við bendum viðskiptavinum á verslanir okkar í Smáralind, Glerártorgi Akureyri og vefverslun okkar á Tal.is

Eins og alltaf er hægt að hafa samband við okkur í þjónustuver 1817, í gegnum netspjall á tal.is eða senda okkur póst á tal@tal.is

kveðja 
Starfsfólk Tals 
Fréttablað Tals - Wednesday, October 02, 2013

Kæri Talvinur

Það eru svo sannarlega spennandi tímar framundan og margt jákvætt í gangi, 4G er handan við hornið ásamt því að stærsta 3G kerfi landsins er sífellt að verða öflugra. Mesti hraðinn á 3G kerfinu hefur tvöfaldast og mun sú þróun halda áfram. Þetta ætti að kæta eigendur iPhone og annarra öflugra snjalltækja sem ekki eru opin fyrir 4G ennþá.

Tal hefur tekið til sölu Apple Viðskiptavinir í netáskrift geta tryggt sér AppleTV á 25% afslætti í verslunum okkar í Kringlunni eða Smáralind.

Því miður þurfum við vegna almennra kostnaðarhækkana að gera verð og þjónustubreytingar sem taka gildi næstu mánaðarmót, sjá nánar um þær breytingar hér (linkur). Eftir sem áður bjóðum við uppá frábært þjónustuframboð á samkeppnishæfum verðum. Ennþá geta viðskiptavinir tryggt sér 10GB á 500kr á mánuði á allar GSM áskriftir okkar.

Síðast en ekki síst hlakkar okkur til að kynna fyrir ykkur nýja og spennandi þjónustu sem verður fljótlega í boði fyrir viðskiptavini Tals, meira um það mjög fljótlega. 

Sjá fréttabréfið sjálft

 
Þjónustu- og verðbreytingar 1. maí 2013 - Sunday, March 31, 2013

Þjónustu- og verðbreytingar 1. maí 2013

Kæri Talvinur.

Stefna Tals er að veita viðskiptavinum sínum góða og persónulega þjónustu á hagstæðu verði. Við erum sífellt að reyna að bæta, efla og breikka vöru og þjónustuframboð okkar til hagsbóta fyrir þig.

Allir sem koma í GSM áskrift hjá Tali geta fengið 10GB 3G notkun á 500 krónur á mánuði - Ekkert annað símafyrirtæki á Íslandi býður betur.

Sjónvarp Símans

Nú mun pappírsflóðið minnka - við fögnum því.

Lífið verður einfaldara frá og með  1. maí 2013 því þá fá viðskiptavinir Tals ekki lengur reikning frá Símanum fyrir sjónvarpsþjónustu. Tal mun byrja að innheimta leigugjald fyrir myndlyklinum og allt fer á einn reikning. Sem fyrr sendir Skjárinn reikning fyrir því efni sem leigt er af lyklinum og sjónvarpsáskrift fæst með því að hringja í Skjáinn eða 365 miðla.

 Eftir þessar breytingar býður Tal sem fyrr:

-          Áhyggjuleysi: Ódýrasta 3G dagnetið í GSM

-          Stærsta dreifikerfið: Rétti staðurinn fyrir þá sem vilja vera sítengdir

-          Og nú færri reikningar, sjónvarpsþjónusta komin yfir til Tals

Þessar breytingar taka gildi 1. maí 2013. Við hvetjum þig til þess að kynna þér nákvæma lýsingu á þessum breytingum með því að smella hér.

 
Þjónustu- og verðbreytingar 1. mars 2013 - Thursday, January 31, 2013

Kæri Talvinur,

Stefna Tals er að veita viðskiptavinum sínum góða og persónulega þjónustu á hagstæðu verði. Við erum sífellt að reyna bæta okkur til hagsbóta fyrir þig.

Allir sem koma í GSM áskrift hjá Tali geta fengið 10GB 3G notkun á 500 krónur á mánuði. Ekkert annað símafyrirtæki á Íslandi býður jafnmikla notkun fyrir jafnlítið verð.

Nýlegar verðbreytingar á fjarskiptamarkaði leiða nú til þess að 3G notkun á ákveðnum svæðum erlendis verður ódýrari, númeralæsing í heimasíma stórlækkar og þjónustuleiðir okkar fyrir 3G netlykla breytast.

Þá bjóðum við allt að 30GB sjálfkrafa viðbót á erlendu niðurhali samkvæmt gildandi verðskrá þegar þú ferð yfir það gagnamagn sem er innifalið í þinni internet áskrift. Þú heldur fullum hraða á internetinu og þarft ekki að eyða tíma í að hringja í okkur til að kaupa aukaniðurhal.

Eftir þessar breytingar býður Tal:

·         Ódýrasta 3G dagnetið í GSM

·         Ódýrari 3G notkun erlendis (svæði 3-5)

·         Einfaldari netlyklaþjónustu

·         Sjálfkrafa viðbót á erlendu niðurhali

Þessar breytingar taka gildi 1. mars 2013. Við hvetjum þig til þess að kynna þér nákvæma lýsingu á þessum breytingum með því að smella hér.

 
Opnunartímar hjá Tali yfir jólin - Wednesday, December 19, 2012
Þjónustuver 1817

24. des 9-16
25. des 12-16
26. des 12-18

31. des 9-17
1.   jan 12-16

Venjulegur opnunartími á öðrum dögum.

Verslanir Tals

Opið til klukkan 22 alla daga fram að jólum, frá klukkan 11 í Smáralind og 10 í Kringlunni.

23. des: 10-23 í Kringlunni og 11-23 í Smáralind.
24. des: 10-13 í Kringlunni og Smáralind.
31. des: 10-13 í Kringlunni og Smáralind.

Gleðileg jól

 
Eldra farsímakerfi hjá Tali lokar 10 janúar - Friday, December 07, 2012
Við erum að uppfæra farsímakerfi okkar og flytja númer af eldra kerfi yfir á nýrra og stærra kerfi. Númer á gamla kerfinu þarf að færa á næstu dögum.

Gömul SIM kort munu ekki virka á nýja kerfinu og þarf því að skipta þeim út fyrir ný. Þann 10. janúar verður slökkt á eldra kerfi svo mikilvægt er að skipta fyrir þann tíma til þess að forðast sambandsleysi.

Þessi uppfærsla hefur fjölmarga góða kosti í för með sér t.d.:

  • Aðgangur að stærsta dreifikerfi landsins
  • Sama lága mínútugjaldið í öll farsímakerfi.
  • Lægra verð á gagnanotkun í farsíma.
  • Aðgengi að nýjum þjónustum eins og 10 GB á 500 kr.
Nánari upplýsingar á www.tal.is/sim

 
Þjónustu- og verðbreytingar 1. janúar - Saturday, December 01, 2012

Tal mun ávallt leitast eftir því að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi fjarskiptaþjónustu og um leið hagstæð verð fyrir þá þjónustu. Því miður hefur hækkun á Farice samningum og breytingar á lúkningargjöldum í för með sér þau leiðinlegu áhrif að Tal neyðist til þess að hækka verð á ýmsum þjónustuleiðum sínum.

Eftir sem áður verða einnig jákvæðar breytingar um áramótin

  • Heimasímar hjá Tali fá nú 200 mín aukalega í alla heimasíma – 20% aukning
  • Hraðasta ljósleiðara landsins 100Mbit/sek án þess að greiða aukalega fyrir það
  • Áskriftarleiðir í GSM fá nú aukalega 200 mín í vini á mánuði – 20% aukning
  • Áskriftarleiðir í GSM fá nú aukalega 200 sms í vini á mánuði – 20% aukning

Auk þess munum við áfram bjóða viðskiptavinum okkar 10 GB notkun á 500 kr í snjallsíma þannig að þeir geti verið áhyggjulausir á netinu í símanum.

Sjá nánari upplýsingar um verðbreytingar

Verðbreytingar taka gildi 1. Janúar 2013 næstkomandi

 
Vegna villandi bréfs frá Vodafone - Thursday, November 29, 2012
Í ljósi þess að Vodafone sendi frá sér verulega villandi bréf til fjölmargra viðskiptavina Tals, viljum við taka eftirfarandi fram.

Vegna breytinga á heildsöluviðskiptum Tals við Vodafone verða gerðar breytingar á sjónvarpsþjónustu einhverra viðskiptavina sem notast við myndlykla frá Vodafone.

Þeir viðskiptavinir sem þurfa að fá uppfærslu á myndlykli fá símtal frá starfsmanni Tals
og ættu ekki að verða fyrir óþægindum vegna þessara breytinga

Digital Ísland og Ljósleiðara kúnnar þurfa ekkert að gera

Þeir viðskiptavinir Tals sem eru tengdir á ljósleiðara Gagnaveitu Reykjavíkur eða hafa Digital Ísland myndlykil, sem er loftnetstengdur, þurfa ekki að aðhafast neitt og helst ykkar sjónvarpsþjónusta óbreytt.

Ef þú hefur frekari fyrirspurnir vegna sjónvarpsmála hvetjum við þig til að senda okkur póst á tal(hjá)tal.is. Ef þú hefur orðið fyrir einhvers konar þjónusturofi skaltu endilega hringja í okkur strax í síma 1817 þar sem þjónustufulltrúar okkar taka við máli þínu og afgreiða það eins fljótt og mögulegt er.


 
Tal tvöfaldar gagnahraða eftir skilnað við Vodafone - Saturday, November 24, 2012

Tal tvöfaldar gagnahraða eftir skilnað við Vodafone

Fjarskiptafyrirtækið Tal mun í næstu viku bjóða upp á fulla nýtingu á hraða ljósleiðara eða 100 Mbit sem er hraðasta netsamband í boði á Íslandi í dag. Tal er fyrst stóru símafyrirtækjanna til að bjóða 100 Mbit hratt netsamband.

Tal hefur hingað til boðið nettengingu um ljósleiðara í gegnum kerfi Vodafone. Hjá Vodafone er hraði ljósleiðarans hins vegar takmarkaður við helmingsnýtingu eða 50 Mbit. Beinir samningar Tals við Gagnaveitu Reykjavíkur sem rekur ljósleiðarann gera það kleift að bjóða upp á þennan aukna hraða.

„Okkar fólk vill hraðara Internet. Segjum bara að þetta sé jólagjöfin til þeirra.” segir Viktor Ólason, forstjóri Tals. „Með því að hætta í viðskiptum við Vodafone og eiga bein viðskipti við Gagnaveituna fullnýtum við hraða ljósleiðarans og bjóðum fólki hraðasta netsamband sem hægt er að fá á Íslandi á sama verði og áður.”

Um 2500 manns eru með netsamband um ljósleiðara hjá Tali og munu þeir finna fyrir auknum hraða á upphali og niðurhali gagna um miðja næstu viku.

Með kveðju,

Viktor Ólason
 Forstjóri

 
4.000 farsímanotendur til Tals - Friday, November 16, 2012

4.000 farsímanotendur til Tals í kjölfar 3G tilboðs Mesta fjölgun viðskiptavina í sögu fyrirtækisins

Rúmlega 4.000 manns hafa flutt farsímaviðskipti sín til Tals í kjölfar þess að fyrirtækið stórlækkaði verð á 3G þjónustu í sumar. Þetta er mesta fjölgun viðskiptavina á svo skömmum tíma í sögu Tals en heildarfjöldi virkra farsímanúmera hjá Tali er nú ríflega 16.000.

„Það sem helst hefur hindrað fólk í að fara á netið í farsímanum er ótti við himinháa aukareikninga.” segir Viktor Ólason, forstjóri Tals.

„Það var ein skýrasta niðurstaðan í ítarlegri rannsókn sem við gerðum á þessum markaði í vor. Við erum tiltölulega lítið fyrirtæki og getum hreyft okkur hratt. Við sáum þarna tækifæri í því að bjóða 10GB notkun fyrir 500 kall á mánuði og það sló gegn.”

Um helmingur Íslendinga notar nú farsímann til að fara á netið og árið

2011 seldust fleiri snjallsímar en tölvur á Íslandi. Reynsla Tals sýnir að 10GB á mánuði nægja langflestu fólki fyrir netnotkun í farsíma og meira til.

„Það varð algjör sprenging á 3G niðurhali hjá okkur í sumar og nú í október erum við að sjá að meðaltali um 160% meira niðurhal í farsíma en á sama tíma í fyrra.” segir Viktor. „Við teljum að þessi þróun sé rétt að byrja. Snjallsíma- og spjaldtölvueign er að aukast hratt og fólk notar þessi tæki sífellt meira til að fara á netið.”

Tal hefur á liðnum misserum fært langflesta farsíma viðskiptavini sína sem hafa verið á kerfi Vodafone yfir á símstöð Tals þaðan sem viðskiptavinir Tals fá aðgang að kerfum Símans. „Með þessu hefur Tal getað boðið bæði lægra verð og betri þjónustu enda er 3G dreifikerfi Símans það stærsta á Íslandi.” segir Viktor.

Þá er Tal nú að færa öll heildsöluviðskipti sín til Símans í kjölfar þess að fyrirtækin undirrituðu samninga sem ná til allrar fjarskiptaþjónustu Tals.

Nánari upplýsingar:
Viktor Ólason, forstjóri Tals
viktor(hjá)tal.is

 
Tal færir öll heildsöluviðskipti til Símans - Tuesday, November 13, 2012

Tal færir nú öll heildsöluviðskipti sín til Símans í kjölfar þess að fyrirtækin undirrituðu samninga sem ná til allrar fjarskiptaþjónustu Tals. Tal hefur hingað til átt heildsöluviðskipti við bæði Símann og Vodafone.

„Með þessum samningum getur Tal boðið bæði lægra verð og betri þjónustu. 3G dreifikerfi Símans er það stærsta á Íslandi og við heyrum það á okkar viðskiptavinum að þeir eru ánægðir með betra samband.”
segir Viktor Ólason, forstjóri Tals.

„Það einfaldar allan okkar rekstur og gerir hann bæði stöðugri og hagkvæmari að eiga viðskipti við einn birgi í stað tveggja áður. Þá skiptir það miklu máli að Síminn er að veita okkur frábæra þjónustu.”
segir Viktor.

Tal hefur á liðnum misserum fært langflesta GSM viðskiptavini sína sem hafa verið á kerfi Vodafone yfir á símstöð Tals þaðan sem viðskiptavinir Tals fá aðgang að kerfum Símans. Með samningunum nú mun Tal notast við innviði Símans fyrir alla sína fjarskiptaþjónustu; farsíma, heimasíma, internet og sjónvarp.

Nánari upplýsingar:
Viktor Ólason, forstjóri Tals
viktor(hjá)tal.is

 
Aukið og bætt aðgengi að þjónustuveri Tals - Monday, October 15, 2012

Tal hefur undanfarið tekið breytingum á þjónustu til sinna viðskiptavina. Núverandi viðskiptavinir eru áfram í forgangi og er það markmið þjónustuvers Tals að hafa biðtíma sem og afgreiðslutíma sem stystan.  Þjónustusími Tals er 1817 , ef um almenna fyrirspurn eða bilun er að ræða þá er valið einn og ef um er að ræða fyrirspurn eða hjálp vegna reikninga þá er valið tveir.

Þú veist alltaf númer hvað þú ert í röðinni hjá okkur. Hvenær sem er getur þú einnig ákveðið að skilja frekar eftir skilaboð til okkar með fyrirspurninni og við höfum svo samband við þig.

Reikningadeildin okkar er opin alla virka daga frá 9-17 og er í beinum samskiptum við viðskiptavini í gegnum netspjall Tals á www.tal.is/netspjall og einnig getur þú hringt í 1817, lagt inn fyrirspurn og við höfum samband við þig með úrlausn á þínu máli, á meðan geta viðskiptavinir gert eitthvað allt annað en að bíða í símanum eftir að ná sambandi.

Við erum og verðum áfram mjög rafræn. Tekið er á móti öllum fyrirspurnum í gegnum tölvupóst, fyrirspurnarform okkar á www.tal.is sem og í gegnum netspjallið. Á öllum þessum stöðum getur þú valið um að fá svar rafrænt eða með símtali.

Ef áhugi er fyrir hendi að verða viðskiptavinur hjá Tali, þá bara endilega hafa samband við söluráðgjafa í síma 6-123456 alla virka daga frá 9-22.

Svona á samband að vera.

Kær kveðja f.h. þjónustuver Tals
Guðný Halla Hauksdóttir - Forstöðumaður þjónustusviðs
gudny.halla(hjá)tal.is


 
250% aukning á 3G niðurhali í júlí – Fjórföldun hagnaðar hjá Tali - Friday, August 03, 2012

250% aukning varð á 3G niðurhali í júlí hjá fjarskiptafyrirtækinu Tali í kjölfar þess að fyrirtækið stórlækkaði verð á þjónustunni. 3G gerir fólki kleift að vera í háhraða netsambandi næstum hvar sem er.

Góð afkoma var af rekstri Tals fyrstu sex mánuði ársins. EBIDTA hagnaður var 104 milljónir miðað við 27 milljónir á sama tíma á síðasta ári. “Hagnaður af rekstri hefur nærri fjórfaldast miðað við fyrstu sex mánuði ársins 2011 og tekjur okkar hafa aukist um 7%. Við erum mjög ánægð með þessa niðurstöðu” Segir Viktor Ólason, forstjóri Tals.

“Við gerðum viðamiklar kannanir á netnotkun fólks og niðurstaðan var skýr: Fólk vill meira net í símann og það vill það ódýrt. Sífellt fleiri Íslendingar vilja vera sítengdir, með aðgang að nýjustu upplýsingum hvar og hvenær sem er. Margir vilja nota tölvupóst, skoða veðurspár og fréttir, en aðrir vilja bara geta spilað tónlistarmyndbönd á Youtube í útilegunni án þess að hafa áhyggjur af kostnaði.” segir Viktor.

Þessi gríðarlega aukning á 3G niðurhali varð í kjölfar þess að Tal hóf fyrr í sumar að bjóða 10 GB niðurhal á aðeins 500 krónur fyrir þá sem eru með farsíma í áskrift hjá Tali. Þá birti óháða tæknibloggið Simon.is nýlega verðsamanburð á 3G neti sem símafyrirtækin bjóða og komst að þeirri niðurstöðu það sé: „óhætt að fullyrða að Tal býður í dag upp á langbesta verðið á gagnamagni.”

Tal flutti starfsemi sína af Suðurlandsbraut 24 í verslunarmiðstöðina Grímsbæ í Efstalandi 26 í byrjun sumars. Auk þess rekur það verslanir í Kringlunni og Smáralind og er með umboðsaðila á Glerártorgi á Akureyri. Sjötíu manns starfa hjá Tali í dag.

Tal leigir afnot af bestu kerfum stóru símafyrirtækjanna og selur áfram til viðskiptavina sinna á lægra verði en stóru fyrirtækin bjóða.Fyrirtækið leggur áherslu á að eyða litlu fé í auglýsingar, vera með litla yfirbyggingu og lágan rekstrarkostnað.

Nánari upplýsingar:

Viktor Ólason, forstjóri Tals

viktoro(hjá)tal.is

 
Símtöl í Já og til útlanda úr heimasíma - Tuesday, July 31, 2012

Svæðaskipting símtala úr heimasíma í síma erlendis
Í kjölfar breytinga birgja okkar komum við til með að innleiða nýja svæðaskiptingu landa frá þeim nú um næstu mánaðarmót. Verða 10 mismunandi svæði skilgreind frá og með 1. september 2012.

Sjá nánar

Símtöl í Já
Vegna breytinga á verðskrá og mæliaðferða frá Já þá kemur Tal til með að breyta verðskrá sinni í 118 og 1818 frá og með 1. september 2012.

Sjá nánar

 
Verðbreytingar - Tuesday, January 31, 2012
Tal byrjaði nýtt ár á því að lækka fastagjöld fyrir Internet um ljósleiðara og ljósnet og var það gleðiefni. Því miður hafa birgjar okkar nú tekið upp á því að hækka verð á fjarskiptaþjónustu og viljum við láta þig vita af áhrifum þess með góðum fyrirvara.

Dæmi um breytingar

•    ADSL leiðir koma til með að hækka um 6%
•    Ljósleiðari ýmist hækkar um 4% eða lækkar um 1-7%
•    Heimasímaþjónustur koma til með að hækka
•    Verð á Ljósneti helst óbreytt

Breytingar á núverandi þjónustum Tals
Breytingar á eldri þjónustum Tals
Aðrar breytingar

Verðbreytingar taka gildi 1. mars næstkomandi.-------------------------------------------------------------------------------------------------------- 
Tilkynning frá Tali - Wednesday, November 30, 2011

Við hjá Tali erum að vinna í verðbreytingum sem taka gildi 1. janúar 2012. Markmið Tals er áfram að viðskiptavinir borgi sem allra minnst fyrir heimasíma, gsm og netþjónustu.

Þar sem aukning hefur orðið á niðurhali hjá viðskiptarvinum Tals á síðustu mánuðum mætum við því með lækkun á 50 GB  aukaniðurhalspakka okkar í ADSL, Ljósleiðara og Ljósneti. Einnig komum við til með að kynna inn nýjan 20 GB auka niðurhalspakka á nýju ári.

Töluverðar lækkanir eiga sér stað á fastagjöldum á interneti hjá Tali. Tvær Ljósleiðaraþjónustur og þrjár Ljósnetsþjónustur koma til með að lækka, hvort sem um ræðir Allan Pakkann eða stakar þjónustur.

Upphafsgjöld og mínútugjöld í farsíma koma til með að hækka þegar hringt er úr heimasíma Tals. Aukalega kemur fastagjald á heimasímum sem hringja frítt í alla heimasíma á Íslandi til með að hækka um 150 kr.

Í kjölfar verðbreytinga á nýju ári mun Tal svo bjóða fjölda nýrra þjónustuleiða til að mæta þeim fjölbreytileika sem ríkir á íslenskum fjarskiptamarkaði.

Skoða verðbreytingar.


________________________________________________________________ 
Alvarlegar rangfærslur í frétt Stöðvar 2 um Tal - Monday, October 17, 2011


Að gefnu tilefni vill Tal taka fram að frétt um ágreining á milli Tals og Vodafone hefur ekki nokkur einustu áhrif á viðskiptavini Tals. Tal tryggir viðskiptavinum sínum traust fjarskiptasamband á sömu góðu kjörum og hingað til og markmið okkar er óbreytt: Að viðskiptavinir borgi sem allra minnst fyrir síma, net og sjónvarpsþjónustu.


Tal gerir hins vegar athugasemdir við alvarlegar rangfærslur í umræddri frétt á sem birtist á Stöð 2, sunnudaginn 16. október 2011. Fullyrðing fréttamanns um mörg hundruð milljóna króna skuld Tals við Vodafone á sér ekki stoð í raunveruleikanum. Raunveruleg skuld Tals við Vodafone nemur 36 milljónum, sem jafngildir rúmlega tveggja vikna viðskiptum á milli félaganna. Rekstur Tals er traustur og skuldastaða óveruleg.


Eigendur Tals og Vodafone gerðu í vor með sér samning um að sameina félögin. Á þeim tíma voru öll viðskipti á milli félaganna í fullum skilum. Á meðan beðið var ákvörðunar Samkeppniseftirlitsins varð til ágreiningur á milli félaganna um ákvæði í samningum þeirra á milli. Ákveðið var að taka þann ágreining fyrir að fenginni niðurstöðu frá Samkeppniseftirlitinu.


Samkeppniseftirlitið hafnaði samruna félaganna 5. október síðastliðinn með þessum orðum: “Tal er mikilvægur keppinautur bæði Símans og Vodafone” og hefur „einbeitt sér að því að veita Símanum og Vodafone verðsamkeppni og boðið neytendum upp á ýmsar nýjungar.” Stjórnendur og eigendur beggja félaga hafa nú farið yfir öll sín mál og sett í viðskiptalegan farveg og hafa fullan hug á að halda áfram áralöngum og farsælum viðskiptum.


Sérstaða Tals felst í því að fyrirtækið kaupir fjarskiptaþjónustu, svo sem heimasíma, sjónvarp, nettengingar og farsíma, í magninnkaupum hjá Vodafone og Símanum og endurselur til viðskiptavina sinna á betra verði en býðst annarsstaðar. Tal selur meira en 60 þúsund þjónustuáskriftir til sinna viðskiptavina í dag og er stærsti viðskiptavinur bæði Vodafone og Símans.


Viðskiptavinir Tals þurfa ekki að hafa áhyggjur af neinni truflun á fjarskiptaþjónustu líkt og gefið var í skyn í fyrrnefndri frétt.


Virðingarfyllst,

Viktor Ólason, forstjóri Tals


 
Mikilvægi Tals fyrir samkeppni á fjarskiptamarkaði - Friday, October 07, 2011

„Þetta er kærkomin staðfesting samkeppnisyfirvalda á því að Tal er til hagsbóta fyrir neytendur” segir Viktor Ólason forstjóri Tals um þá ákvörðun Samkeppniseftirlitsins frá 5. október um að ógilda fyrirhugaðan samruna Tals og Vodafone. „Tal fagnar því að óvissu um eignarhald fyrirtækisins hafi verið eytt og á það bæði við um starfsfólk okkar og viðskiptavini.”

„Við erum líka ánægð með þá niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins að Tal sé mikilvægur keppinautur bæði Símans og Vodafone þar sem við bjóðum upp á heildarlausnir á sviði fjarskipta á smásölumarkaði og erum með meiri breidd í þjónustuframboði en aðrir keppinautar Símans og Vodafone.” segir Viktor.

„Tal hefur verið í hörkusamkeppni við stóru símafyrirtækin síðustu mánuði. Þessi niðurstaða gefur okkar frábæra starfsfólki aukinn kraft til þess að halda áfram að berjast við risana á markaðinum og þjónusta okkar viðskiptavini.”
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins segir orðrétt að Tal hafi „einbeitt sér að því að veita Símanum og Vodafone verðsamkeppni og boðið neytendum upp á ýmsar nýjungar.”

„Við vitum að markmið eigenda fyrirtækjanna með samrunanum var að búa til eitt sterkara fyrirtæki og í krafti þess að efla samkeppni og lækka verð á fjarskiptamarkaði neytendum til hagsbóta.” segir Viktor um fyrirhugaðan samruna fyrirtækjanna.

„Hvað sem þessum tíðindum líður þá get ég bara lofað því að hér eftir sem hingað til mun Tal berjast fyrir því að Íslendingar borgi sem allra minnst fyrir síma, net og sjónvarpsþjónustu. Fólk mun sjá frekari staðfestingu á því frá okkur á næstu mánuðum.”

Nánar má lesa um niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins hér: Samkeppniseftirlit
 
Opnunartímar þjónustuvers næstu daga. - Thursday, June 09, 2011
Hvítasunnudagur: 12:00 - 16:00
Annar í Hvítasunnu: 12:00 - 18:00
17. júní:  12:00 - 16:00

Hafið það gott á komandi frídögum.
Með kveðju, 
Tal. 
Verðbreytingar hjá Tali - Wednesday, June 01, 2011


Kæri Talvinur,
Stefna Tals hefur alltaf verið að miðla sanngjörnu verði til viðskiptavina sinna og veita góða og persónulega þjónustu. Engin breyting mun verða þar á eins og verðsamanburður sýnir vel. Með þessa stefnu að leiðarljósi var verðskrá Tals endurskoðuð og verð ýmist hækkuð eða lækkuð til að endurspegla betur kostnað í rekstri.

Gegnsæi:
Takmark okkar er ekki að fegra þessa verðbreytingu, heldur benda á hlutina eins og þeir eru. Hækkanir verða á þeim sviðum sem þörf er á, en einnig lækkanir á öðrum þar sem svigrúm leyfir. Ný verðskrá var skipulögð með tvö markmið í huga:

·         Stilla verðskrá betur af miðað við kostnaðarverð.

·         Halda lægri verði en helstu samkeppnisaðilar.

Einföld uppsetning sýnir hér þær breytingar sem munu eiga sér stað. Einnig til samanburðar hafa verð samkeppnisaðila okkar verið sett hér inn. Breytingar á verðskrá Tals munu taka gildi þann 1. júlí nk.

Verðbreytingar

 
Grænu Gildin & TAL - Tuesday, April 19, 2011

Nú erum við hjá TALI í átaki og ætlum að ýta undir grænu gildin. 
Því förum við nú í skilmálabreytingar. Viðskiptavinir TALS hafa fengið sendan til sín markpóst þess efnis. 

Helstu atriði þessara breytinga eru eftirfarandi:

  • Viðskiptavinir þurfa að óska sérstaklega eftir því ef þau vilja fá senda til sín reikninga og upplýsingar varðandi þjónustu sína.
  • Við getum nú sent ykkur upplýsingar varðandi breytingar í vefpósti, smáskilaboðum og heimabanka.

ENGIN verðbreyting á sér stað með þessum skilmálabreytingum.

Hér má skoða breytinguna nánar.

 
Yfirlýsing frá Tali - Thursday, February 17, 2011

Vegna umfjöllunar í DV um óprúttna náunga sem segjast vera sölumenn símafyrirtækja vill Tal taka eftirfarandi fram: Enn sem komið er hefur aðeins heyrst af einu dæmi þess að nafn Tals sé misnotað á þennan hátt. Tal hvetur fólk engu að síður til að vera á varðbergi og gefa ekki upp greiðslukortanúmer ef hringt er úr óþekktum símanúmerum.

Einnig má benda á að sölumenn á vegum Tals taka ekki niður greiðslukortanúmer þeirra sem hringt er í, heldur einungis nafn, netfang og símanúmer. Þeir sem taka tilboði sölufólks Tals fá svo símhringingu frá Tali degi síðar úr símanúmerinu 1817 þar sem gengið er frá viðskiptunum.

Að sjálfsögðu hvetjum við alla til að taka vel á móti sölufólki Tals – því það býður fjölmargar ómótstæðilegar og appelsínugular leiðir til að lækka símreikninginn!

 
Verðbreytingar hjá Tali - Thursday, January 20, 2011

Frá og með 1.mars 2011 hækka mánaðargjöld okkar að meðaltali um 5% og upphafsgjald úr 5,5 krónum í 6 krónur. Til að fá frekari upplýsingar geta viðskiptavinir haft samband í 1817 eða í næstu verslun. Skoða verðbreytingar

 
Breytingar á skilmálum - Monday, January 17, 2011

Skilmálar fyrir fjarskiptaþjónustu hjá Tali.

Eftirfarandi skilmálar gilda um alla fjarskiptaþjónustu sem Tal, skráð IP fjarskipti ehf., kt. 681201-2890, veitir nema sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Tal áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum, þjónustu og verði. Breytingar eru kynntar á vefsíðu Tals, www.tal.is, með a.m.k. mánaðar fyrirvara áður en þær taka gildi. Þegar um er að ræða hækkun á gjaldskrá eða breytingar á skilmálum eða þjónustu  sem eru viðskiptavini í óhag skal hverjum og einum viðskiptavini tilkynnt um breytingarnar sérstaklega , s.s. með heimsendum reikningum eða með rafrænum reikningum í heimabanka. Tal áskilur sér rétt til að senda viðskiptavinum tilkynningar um breytingar á gjaldskrá, skilmálum eða þjónustu með tölvupósti eða SMS skilaboðum.  Með slíkri tilkynningu skal ávallt gefa viðskiptavinum kost á að afskrá sig af slíkum póstlistum og skal þá senda þeim tilkynningar um breytingar á annan sannanlegan hátt, s.s. með heimsendum reikningum.

Viðskiptavinir á einstaklingsmarkaði eiga rétt á að segja upp samningi fyrirvaralaust ef þeir sætta sig ekki við nýja skilmála, gjaldskrá eða breytingu á þjónustu sem tilkynnt er til þeirra og eru þeim í óhag. Í tilkynningu um slíkar breytingar ber Tali að upplýsa viðskiptavini sérstaklega um þennan uppsagnarrétt.  Skulu viðskiptavinir tilkynna uppsögn til Tals í síðasta lagi einum mánuði eftir að tilkynning frá Tali berst þeim.

Sá sem óskar eftir fjarskiptaþjónustu Tals, viðskiptavinur, skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings um fjarskiptaþjónustu að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem gilda um þjónustu Tals. Ef Tal gerir ekki athugasemdir við samninginn innan tveggja vikna frá því að aðgangur að þjónustu er veittur, er kominn á bindandi þjónustusamningur.

Ofangreind ákvæði koma í stað núgildandi ákvæðis um skilmálabreytingar sem er svohljóðandi:

Eftirfarandi skilmálar gilda um alla fjarskiptaþjónustu sem Tal, skráð IP fjarskipti ehf., kt. 681201-2890, veitir nema að sérákvæði í sérstökum skilmálum eða samningum mæli á annan veg. Tal áskilur sér rétt til að gera breytingar á skilmálum, þjónustu og verði. Breytingar eru kynntar á vefsíðu Tals, www.tal.is, með a.m.k. mánaðarfyrirvara áður en breytingarnar taka gildi. Sá sem óskar eftir fjarskiptaþjónustu Tals, viðskiptavinur, skuldbindur sig við undirritun eða staðfestingu samnings um fjarskiptaþjónustu að hlíta þeim kjörum og skilmálum sem Tal hefur á þjónustu sinni. Ef Tal gerir ekki athugasemdir við samninginn innan tveggja vikna frá því að aðgangur að þjónustu er veittur, er kominn á bindandi þjónustusamningur. 

 
Gerðu okkur tilboð – Fast verð - Friday, January 07, 2011

Ný þjónusta Tals hjálpar viðskiptavinum að gera heimilisútgjöldin stöðugri:

 

Sama upphæð á reikningnum í hverjum mánuði


Tal býður nú viðskiptavinum sínum nýja þjónustu sem felst í að viðskiptavinurinn ákveður hversu hárri upphæð hann vill verja á mánuði í samskiptaþjónustu, þ.e. heimasíma, farsíma og nettengingu. Í sérstakri reiknivél á vef Tals birtist þá sú þjónusta sem hægt er að veita fyrir þá upphæð. Í kjölfarið getur viðskiptavinurinn fínstillt þá þjónustu sem hann óskar eftir og sent Tali tilboð út frá þeim forsendum.

Eftir það verður reikningurinn frá Tali ávallt sú upphæð mánaðarlega sem samið var um og símreikningar koma ekki lengur á óvart um hver mánaðarmót*. Viðskiptavinirnir ráða með öðrum orðum hvað þeir borga.

 

Hvers vegna?

„Markmiðið með þessu er að hjálpa viðskiptavinum okkar að ná betri stjórn á heimilisbókhaldinu, enda verður kostnaður við samskipti nú föst tala um hver mánaðarmót. Margir þekkja það að fá hærri símreikning en þeir gerðu ráð fyrir. Með þessari þjónustu er það úr sögunni, því þótt notkunin fari yfir áætlað magn einstaka sinnum hækkar reikningurinn ekki, enda virðum við samninga sem við gerum við viðskiptavini okkar. Fjarskiptamarkaðurinn hér á landi hefur gengið allt of mikið út á að flækja hlutina og þessu viljum við breyta. Hvað er einfaldara en að greiða eitt fast gjald sem viðskiptavinurinn sjálfur ákveður að sé sanngjarnt?“ segir Viktor Ólason, forstjóri Tals.

 

Hvernig virkar þetta?

Hægt er að sækja um þessa nýju þjónustu í verslunum, þjónustuveri í síma 1817 eða inn á netslóðinni tal.is. Þar er upphæð slegin inn, skráð hversu margir á heimilinu muni nota síma, fínstillt hvaða þjónustu óskað er eftir og tilboð sent samkvæmt því. Gerður er samningur og eftir það greiðir viðskiptavinurinn það sem samningurinn hljóðar upp á. Verði notkun hins vegar að jafnaði umtalsvert meiri eða minni en sú sem upphaflega var gert ráð fyrir er þörf á að endurskoða samninginn. Í þeim tilvikum verður haft samband við viðskiptavininn og tekin ákvörðun í samráði við hann.

* Viðskiptavinur greiðir sama mínútuverð vegna allra símtala sem framkvæmd eru í íslensk heimasíma- og farsímanúmer, að þjónustusímanúmerum undanskildum. Fyrir símtöl sem enda í þjónustunúmerum greiðir viðskiptavinur í samræmi við verðskrá Tals. Slík símanúmer eru m.a. símanúmer Já, 118, 1818, 1811, 1444, símanúmer sem hefjast á 800, 900, auk annarra þjónustunúmera, farsímanúmer sem hefjast á 09, IMS-númer, auk allra gervihnattasímtala. Símtöl úr heimasíma í GSM og netið í símann er einnig undanskilið.

 
Vinningshafi í Vinaleik Tals - Friday, December 31, 2010
Heiður Reynisdóttir er vinningshafinn í vinaleik Tals í desember, hún vann ferð fyrir alla fjölskylduna til Köben 
Mitt GSM


Gleymt lykilorð

Fylla Frelsi


Áfram

Tal | Grímsbæ og Glerártorgi Akureyri | Skiptiborð 445 1600 | Faxnúmer 445 1601 | Þjónustuver 1817 | tal@tal.is